Hlaðvarp Heimildarinnar

Raddir margbreytileikans 31.þáttur. Pétur Waldorff

10.20.2022 - By HeimildinPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Pétur Skúlason Waldorff er viðmælandi vikunnar. Pétur er fæddur 1. júlí 1979 í Reykjavík en hefur búið á Íslandi, í Angóla, Svíþjóð, Frakklandi og Kanada og dvalið hér og þar við rannsóknir m.a. í Malaví, Mósambík, og Tansaníu.

Hann lauk BA námi í mannfræði við Háskóla Íslands árið 2003, MA prófi í mannfræði frá McGill University í Montreal í Kanada 2006 og svo doktorsnámi í mannfræði frá sama skóla 2015.

Áhugasvið Péturs eru heimsmálin, fallegt og spennandi umhverfi, veiði og ferðalög.

Hann hefur starfað sem akademískur rannsakandi, stundakennari og verkefnastjóri en í dag vinnur hann í utanríkisráðuneytinu og gegnir stöðu varafastafulltrúa Íslands gagnvart OECD í París.

More episodes from Hlaðvarp Heimildarinnar