Víðsjá

Ragnar Kjartansson á vinnustofunni, Satu Ramö, And Björk of course

02.27.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Kikkið við myndlistina er sennilega frelsið, segir Ragnar Kjartansson sem opnaði sína fimmtu sýningu í i8 gallerí í síðustu viku. Sýningin kallast Móðir og barn, gin og tónik og þar gefur að líta ný málverk eftir Ragnar. Ragnar hefur tekist á við málverkið allan sinn feril en oft á tíðum er það afsprengi gjörninga, sem það er líka að einhverju leyti á þessari sýningu. Afsprengi ákveðins ástands sem hefur verið í gangi á vinnustofunni. Við lítum þangað inn í þætti dagsins.

Eva Halldóra Guðmundsdóttir rýnir í leikverkið And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson var frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri um síðustu helgi.

Við ræðum einnig við einn vinsælasta rithöfund Finnlands, Satu Rämö. Vinsældir Satu eiga að miklu leyti rætur að rekja til nýlegs glæpasagnabálks hennar um rannsóknarlögreglukonuna Hildi sem býr og starfar á Ísafirði, en Ísafjörður hefur einmitt verið heimabær Satu síðastliðin fimm ár.

More episodes from Víðsjá