Edda Falak og Hugleikur Dagsson eru gestir Snærósar í þriðja ófærðarspjallinu. Í þættinum koma upp glænýjar kenningar um hver ber ábyrgð á morðinu á Ívari og vangaveltur heyrast um rómantík í loftinu hjá Andra, ástarsexhyrninga stórfjölskyldunnar og hversu auðvelt það sé að sleppa frá löggunni í sjósundi. Hugleikur leggur fram brakandi ferska kenningu um svikara innan stórfjölskyldunnar og Edda telur morðingjann fela sig fyrir allra augum.
Þátturinn inniheldur fullt af spilliefni úr þriðja þætti Ófærðar 3.