Hlaðvarp Heimildarinnar

Samtal við samfélagið – Félagsfræðin og glæpasögur

12.19.2022 - By HeimildinPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Síðasti gestur okkar fyrir jól er Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur. Hún vakti fyrst athygli fyrir fyrstu bók sína, Marrið í stiganum, en fyrir hana hlaut hún Svartfuglinn, verðlaun sem eru veitt höfundi fyrir handrit af sinni fyrstu glæpasögu sem kemur út í kjölfarið. Síðan hefur Eva verið mjög afkastamikil og gefið út fimm bækur, þar á meðal Strákar sem meiða núna fyrir jólin og er hún tilnefnd til Blóðdropans en það eru verðlaun sem veitt eru fyrir bestu glæpasöguna ár hvert. Bækur Evu hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Eva lauk BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og kemur kannski ekki á óvart að henni þótti afbrotafræðin sérlega skemmtileg. Hún er einnig með M.S.-gráðu í alþjóðamálum frá Tækniháskólanum í Þrándheimi. Þær Sigrún ræða um rithöfundaferil Evu með áherslu á hvernig hið félagsfræðilega sjónarhorn getur reynst gagnlegt við að verða metsöluhöfundur glæpasagna.

More episodes from Hlaðvarp Heimildarinnar