Hlaðvarp Heimildarinnar

Samtal við samfélagið – Vegabréf íslenskt

12.12.2022 - By HeimildinPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Bók Sigríðar Víðis Jónsdóttur, Vegabréf íslenskt, hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hún kom út og var nýlega tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis.

Í bókinni býður Sigríður lesandanum með sér í ferðalag um lönd sem mörg okkar vita lítið um og notar sjónarhorn og reynslu einstaklinga til að hjálpa okkur að skilja sumar af þeim brýnustu samfélgslegu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, t.d. fátækt, ójöfnuð og viðvarandi stríðsástand. Sigríður var lykilfyrirlesari á Félagsfræðideginum sem haldinn var hátíðlegur í byrjun desember og kom í heimsókn í hlaðvarpið í tengslum við það.

Þær Sigrún ræða um ferðalög Sigríðar og hvað hún og við öll getum lært um heimsmálin í gegnum ferðalög hennar.

More episodes from Hlaðvarp Heimildarinnar