
Sign up to save your podcasts
Or


Gestur þáttarins er Sigríður Heimisdóttir, vöruhönnuður. Sigga hefur lengst af starfað hjá Ikea í Svíþjóð, fyrst sem vöruhönnuður, svo þróunarstjóri smávöru og síðar verkefnastjóri sértækra nýþróunarverkefna. Einnig var hún verkefnastjóri yfir öllu samstarfi við hönnunar og nýsköpunarstofnanir á vegum höfuðstöðva IKEA. Árið 1995 stofnaði hún hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Hugvit&Hönnun og 15 árum síðar stofnaði hún Labland, hönnunarstofu í Malmö í Svíþjóð sem vann fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki.
Það fer ekkert á milli mála að það er alltaf líf og fjör þar sem Sigga Heimis er. Hún elskar að hafa í nægu að snúast, leggur mikinn metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur og svo geislar hún af gleði þannig að eftir því er tekið.
By Podcaststöðin5
11 ratings
Gestur þáttarins er Sigríður Heimisdóttir, vöruhönnuður. Sigga hefur lengst af starfað hjá Ikea í Svíþjóð, fyrst sem vöruhönnuður, svo þróunarstjóri smávöru og síðar verkefnastjóri sértækra nýþróunarverkefna. Einnig var hún verkefnastjóri yfir öllu samstarfi við hönnunar og nýsköpunarstofnanir á vegum höfuðstöðva IKEA. Árið 1995 stofnaði hún hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Hugvit&Hönnun og 15 árum síðar stofnaði hún Labland, hönnunarstofu í Malmö í Svíþjóð sem vann fyrir mörg alþjóðleg fyrirtæki.
Það fer ekkert á milli mála að það er alltaf líf og fjör þar sem Sigga Heimis er. Hún elskar að hafa í nægu að snúast, leggur mikinn metnað í það sem hún tekur sér fyrir hendur og svo geislar hún af gleði þannig að eftir því er tekið.