Markmannshanskarnir hans Alberts Camus

Sjötti þáttur - Af hverju spila hommar ekki fótbolta?

03.04.2019 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Í sjötta þætti Markmannshanskanna hans Alberts Camus er fjallað um það hvers vegna hommar spila ekki fótbolta. Vissulega spila jú einhverjir hommar fótbolta - en þeir eru ekkert sérstaklega góðir í fótbolta, eða ná neitt sérstaklega langt ef litið er á hreina og beina tölfræði. Sem er áhugavert, því í hinum vestræna heimi eiga samkynhneigðir karlmenn, yfirleitt, völ á því að lifa að öllu leyti sambærilegu lífi og gagnkynhneigðir; njótu sömu réttinda og fá sömu tækifæri. En innan heims atvinnuknattspyrnunnar finnast þeir varla. Rætt er við Eddu Garðarsdóttur, fyrrum landsliðskonu í fótbolta og Sigríði Ásgeirsdóttur menningarfræðing. Umsjónarmaður er Guðmundur Björn Þorbjörnsson. Tæknimenn þáttarins eru Kolbeinn Soffíuson og Hrafnkell Sigurðsson, lesari er Guðni Tómasson.

More episodes from Markmannshanskarnir hans Alberts Camus