Markmannshanskarnir hans Alberts Camus

Sjöundi þáttur - Íþróttamaðurinn og dauðinn

12.02.2017 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Í sjöunda þætti Markmannshanskanna hans Alberts Camus fjallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson um dauðann, og að sjálfsögðu í tengslum við íþróttir og íþróttamanninn. Það er ýmislegt við dauða íþróttamannsins sem gæti skerpt sýn okkar á íþróttamanninn sjálfan, hvaða hugmyndir við gerum um hann og hvaða væntingar við höfum til hans. Og dauði þeirra kann að opinbera okkur stærri sannleika um okkur sjálf. Rætt er við Loga Gunnarsson, landsliðsmann í körfubolta og Hafrúnu Kristjánsdóttur íþróttasálfræðing.

More episodes from Markmannshanskarnir hans Alberts Camus