
Sign up to save your podcasts
Or
Steindór Grétar Jónsson er hössler. Ekki þó í algengustu merkingu orðsins í dag… né í gamla daga… né mögulega nokkurn tímann. Kannski er hann bara enginn hössler eftir allt saman. En hann er klassískur maður sem fílar klassískar kvikmyndir. Helst í svarthvítu.
En þrátt fyrir það hafði Steindór Grétar ALDREI séð kvikmynda The Hustler! Það snilldarverk frá 1961 þar sem Paul Newman leikur poolspilarann „Fast“ Eddie Felson með einstakri prýði og sannaði í eitt sinn fyrir öll að hann var ekki bara enn einn sæti strákurinn í Hollywood.
Ragnar var mjög hneykslaður á Steindóri, enda The Hustler ein af hans eftirlætis kvikmyndum og algert skylduáhorf… en á móti gat Steindór hneykslast enn meira á Ragnari, sem hafði sjálfur ekki séð þá kvikmynd sem er oftar en ekki talin klassískasta kvikmynd ALLRA tíma!
Hneyksli!
Fylgist með æsispennandi maraþon-ballskák milli drengjanna tveggja í nýjasta þætti Skylduáhorfs!
Steindór Grétar Jónsson er hössler. Ekki þó í algengustu merkingu orðsins í dag… né í gamla daga… né mögulega nokkurn tímann. Kannski er hann bara enginn hössler eftir allt saman. En hann er klassískur maður sem fílar klassískar kvikmyndir. Helst í svarthvítu.
En þrátt fyrir það hafði Steindór Grétar ALDREI séð kvikmynda The Hustler! Það snilldarverk frá 1961 þar sem Paul Newman leikur poolspilarann „Fast“ Eddie Felson með einstakri prýði og sannaði í eitt sinn fyrir öll að hann var ekki bara enn einn sæti strákurinn í Hollywood.
Ragnar var mjög hneykslaður á Steindóri, enda The Hustler ein af hans eftirlætis kvikmyndum og algert skylduáhorf… en á móti gat Steindór hneykslast enn meira á Ragnari, sem hafði sjálfur ekki séð þá kvikmynd sem er oftar en ekki talin klassískasta kvikmynd ALLRA tíma!
Hneyksli!
Fylgist með æsispennandi maraþon-ballskák milli drengjanna tveggja í nýjasta þætti Skylduáhorfs!