Víðsjá

Sorgmæddar hurðir, Póst-Jón, Lexíurnar

03.21.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Sýningin Making Sense í Ásmundarsal er samsýning sex listamanna sem vinna útfrá hugmyndum Vísindalista; En það er sú hugmyndafræði sem skoðar sameiginlega þætti listsköpunar og vísindarannsókna. Á sýningunni óma orgelflautur og fótboltaspark er rakið milli fjarða. Þar er dagbók úr stríði en líka lykt af hurðum sem ískra sorglega. Sunna Svavarsdóttir hélt úti rannsókn á þessum sorglega ískrandi hurðum og segir frá í þætti dagsins.

Í vetur kom út bókin Lexíurnar eftir Magnús SigurðssonSoffía Auður Birgisdóttir rýnir í bókina í þætti dagsins. En við hefjum þáttinn á leikhúsrýni. Póst-Jón er íslensk staðfæring sviðslistahópsins Óðs á gamanóperunni Le postillon de Lonjumeau eftir franska tónskáldið Adolphe Adam sem var frumsýnd í París 1836. Póst Jón var frumsýnd um liðna helgi í Þjóðleikhúskjallaranum og Trausti Ólafsson lét sig ekki vanta.

More episodes from Víðsjá