
Sign up to save your podcasts
Or
Í fyrstu atrennu hinna vígðu þjóna að grúski í bókum þreifa þeir dr. Guðmundur og sr. Arnaldur á nýrri sálmabók þjóðkirkjunnar; en hún fer einstaklega vel í hendi - enda á að syngja uppúr henni en ekki hafa hana í vasanum. Umfjöllunarefnið er sístætt og í bók sem er að umfangi líkust bók bókanna, á íslenskum forsendum og því dugar þáttur dagsins ekki til - en áfram fjalla þeir félagar um guðfræði sálmabókarinnar í næsta þætti.
Í upphafi þáttar hljómar söngur hinna vestfirsku Hljómóra þar sem Jóngunnar Biering flytur hin alþekktu kvæði Sveinbjörns Egilssonar og Matthíasar Jochumssonar við eigið lag; Ég fel í forsjá þína og Nú legg ég augun aftur. Það er innlegg ætlað til þess að minna okkur á að það er sístætt verkefni að endur-og umskapa umgjörð þeirra trúarljóða sem íslenskur bókmenntaarfur hefur fært kirkjunni.
Umsjónarmenn Skuggsjár, sem er hluti af Hljóðvarpi Víðförla, eru þeir Arnaldur Máni Finnsson og Guðmundur Brynjólfsson. Upptökur fóru fram í hljóðstofu Víðförla á horni Vonarstrætis og Lækjargötu.
Í fyrstu atrennu hinna vígðu þjóna að grúski í bókum þreifa þeir dr. Guðmundur og sr. Arnaldur á nýrri sálmabók þjóðkirkjunnar; en hún fer einstaklega vel í hendi - enda á að syngja uppúr henni en ekki hafa hana í vasanum. Umfjöllunarefnið er sístætt og í bók sem er að umfangi líkust bók bókanna, á íslenskum forsendum og því dugar þáttur dagsins ekki til - en áfram fjalla þeir félagar um guðfræði sálmabókarinnar í næsta þætti.
Í upphafi þáttar hljómar söngur hinna vestfirsku Hljómóra þar sem Jóngunnar Biering flytur hin alþekktu kvæði Sveinbjörns Egilssonar og Matthíasar Jochumssonar við eigið lag; Ég fel í forsjá þína og Nú legg ég augun aftur. Það er innlegg ætlað til þess að minna okkur á að það er sístætt verkefni að endur-og umskapa umgjörð þeirra trúarljóða sem íslenskur bókmenntaarfur hefur fært kirkjunni.
Umsjónarmenn Skuggsjár, sem er hluti af Hljóðvarpi Víðförla, eru þeir Arnaldur Máni Finnsson og Guðmundur Brynjólfsson. Upptökur fóru fram í hljóðstofu Víðförla á horni Vonarstrætis og Lækjargötu.