Sumarið 1996 hélt Sindri Freysson, rithöfundur og blaðamaður, til fundar við rokkgoðið David Bowie í hótelsvítu í New York. Bowie hafði þá nýlega sent frá sér plötuna Outside og var væntanlegur til tónleikahalds á Íslandi. Í þættinum heyrist í fyrsta skipti í útvarpi hljóðupptaka Sindra og frásögn frá þessu einkaviðtali við einn mikilvægasta tónlistarmann 20. aldar. Við sögu í viðtalinu komu meðal annars aldalokakvíði, listglæpir, leit að andlegri kjölfestu og gráu svæði tilverunnar. Umsjón: Sindri Freysson.