Víðsjá

Strokkvartettinn Siggi, ... og hvað með það og En agosto nos vemos

03.12.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Í þætti dagsins ræðum við við tvo af fjórum meðlimum Strokkvartettsins Sigga, en plata þeirra Atli Heimir Sveinsson: The Complete String Quartets - Siggi String Quartet, er tilnefnd sem plata ársins og þau eru einnig tilnefnd sem flytjendur ársins. Strengjakvartettar Atla Heimis spanna stóran hluta ferils hans sem tónskálds og gefa, líkt og segir í texta sem fylgir með plötunni, ómetanlega yfirsýn á hversu flinkur hann var að leika sér með alskyns form og stíla.

Trausti Ólafsson leikhúsrýnir segir frá sinni upplifun af nýjustu afurð leiklistarhópsins Lab Loka, leikverkinu …og hvað með það.

Og við hugum einnig af glænýrri bók, En agosto nos vemos, eftir kólumbíska rithöfundinn Gabriel García Márquez sem gefin er út þvert á fyrirmæli höfundar um förgun handritisins að honum látnum. Bókin kemur út á spænsku og ensku 12. mars 2024.

More episodes from Víðsjá