Bjarki Þór Pálsson barðist sinn annan atvinnubardaga nú um helgina. Bjarki var að stjórna bardaganum fyrstu tvær loturnar en í þriðju lotu fékk Bjarki ólöglegt hné í sig og rotaðist. Andstæðingurinn var í kjölfarið dæmdur úr leik og vann Bjarki því bardagann. Við fórum ítarlega yfir bardagann í 24. þætti Tappvarpsins.