59. þáttur Tappvarpsins var tekinn upp frá London. Gestur þáttarins að þessu sinni var ljósmyndarinn Snorri Björnsson en hann hefur fylgt Gunnari eftir í síðustu þremur bardögum og er auðvitað staddur í London núna. Snorri fylgist vel með MMA sem leikmaður og ræddum við um bardagavikuna og bardagakvöldið í London.