Í 95. þætti Tappvarpsins fórum við yfir UFC 250 um síðustu helgi og fréttir vikunnar. Jorge Masvidal missti titilbardagann til Gilbert Burns og er ákveðin ókyrrð hjá stærstu stjörnum UFC þessa dagana. Þetta og margt fleira var tekið fyrir í þættinum.
Bjarki Ómarsson er orðinn nýr aðstoðarstjórnandi þáttarins og mun hann gefa góða innsýn í bardagaheiminn enda atvinnubardagamaður sjálfur.