Leikfangavélin

The Manics 1986-1995


Listen Later

Í þættinum heyrum við afar áhugaverða sögu Manic Street Preachers. Pönkband sem stofnað var í Wales árið 1986 en þróaðist síðar meir í allt aðra átt. Samt er og hefur ávallt verið afar stutt í pönkið í þeim. James Dean Bradfield, Sean Morris og Nicky Wire skipa sveitina í dag en allir eru þeir stofnmeðlimir bandsins. Þeir tóku þó inn fjórða manninn um árið og er þeirri sögu gerð sérstök skil í þættinum, enda einkar áhugaverð frásögn þar á ferð. Manic Street Preachers, eða The Manics, búa yfir ótrúlegri breidd í sínu lagasafni. M.a Pönk, Grunge, Popp og Metall. Það eru þó auðvitað ekki öll lögin þeirra góð, en í þessu safni má samt heyra með betri lögum úr hinni Bresku rokksögu, en einnig eru þar lög sem erfitt er að þola. Og ef þú þolir þau, þá verða börnin þín jafnvel næst. Þannig að passið ykkur. En hvort sem þú ert aðdáandi The Manics eða ekki, þá hvet ég þig til að hlusta á þáttinn. Það er alls ekki ósennilegt að Manic Street Preachers verði nýja uppáhalds hljómsveitin þín.

Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

LeikfangavélinBy Atli Hergeirsson


More shows like Leikfangavélin

View all
The Hidden History of Los Angeles by Robert Petersen

The Hidden History of Los Angeles

233 Listeners