Þá höldum við enn af stað, kominn 19. júlí og samt fullt í fréttum árin 1959, 1969, 1979 og 1989. Við heyrum af kynferðisáhuga Billy Graham árið 1969, dauða diskósins árið 1979 og LIndu Pé í El Salvador 1989 en byrjum árið 1959 og þá mátti lesa í Alþýðublaðinu að yfirvöld í Noregi lýstu eftir skátaflokki þýskum sem hefði skilið 14 ára meðlim í flokknum eftir á sjúkrahúsi í Köningsberg og haldið svo áfram för sinni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu en hafði ekki hugmynd um hvar hinir voru og í ofanálag voru þeir með farmiðann hans og vegabréfið. Við vonum að skátinn hafi að lokum komist heim og syngjum gingang gúllí gúllí hér kemur 1959..
Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2