heil og sæll öll, þá er ekki eftir neinu að bíða, við spólum til baka, hraðspólum svei mér þá! Að þessu sinni heimsækjum við árin 1959 og heyrum af íslenskum skólabörnum sem horfðu á amerískar kvikmyndir með morðum og ástarlífssenum. 1969 - þegar bruggarar, pressuger og íslenskar húsmæður fléttuðust saman á óvæntan og áhrifaríkan hátt. 1979 sem var árið þegar helstu diskótoppar heims mættu í Hollywood og svo árið 1989. Það helsta í fréttum um mánaðarmótin maí og júní það ár var hvað? Jú áfengiskaup helstu frammámanna þjóðarinnar.
Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2