Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Tímaflakk með Bergsson og Blöndal 31. maí 2020


Listen Later

Þá leggjum við enn í hann og heimsækjum árin 1953, 63, 73 og 83. Þetta voru stór mánaðarmót í heimssögunni árið 1953 þegar Nepalinn Norgay og Bretinn Hillary urðu fyrstu menn til að komast á topp Mont Everest og það var allsekki það stærsta. Vitiði hvað hitt var? Þið fáið 30 sekúndur til að hugsa málið...
Á meðan þið brjótið heilann getum við sagt ykkur að árið 1963 kom önnur stóra platan með Bob Dylan út. Hún heitir Freewheelin? og á henni má meðal annars heyra lag sem heitir Blowing in the wind og 1973 var stuð á Kjarvalsstöðum þegar þeir Nixon og Pompidou hittust á fundi mitt á milli Parísar og Washington. Svo endum við 1983 en þá var verðbólgumet slegið á Íslandi þegar framfærsluvísitalan hækkaði um 25,1% á þremur mánuðum og hækkun lánskjaravísitölu á ársgrundvelli varð 158,9%.
En eruð þið komin að niðustöðu með 1953? jú Elísabet Alexandra Mary Windsor settist þann 2. júní í hásætið í Breska heimsveldinu og varð Elísabet önnur. Hún situr þar enn...
Tímaflakk með Bergsson og Blöndal eru alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Tímaflakk með Bergsson og BlöndalBy RÚV