Tímaflakk með Bergsson og Blöndal

Tímaflakk með Bergsson og Blöndal 5. júlí 2020


Listen Later

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér sagði skáldið. Það er því tilvalið að reyna að stöðva hann aðeins og skoða hvernig umhorfs var í heiminum þann 5. júlí árin 1955, 65, 75 og 85. Árið 1955 voru forsetahjónin í opinberri heimsókn í vestmannaeyjum en varðskipið sem flutti þau í eyjarnar gat ekki flutt þau til baka. Ástæðan var belgískur landhelgisbrjótur sem þurfti að ýta út úr landhelginni og var varðskipið sent til þeirra starfa. Reyndist þetta skip sem áður hafði verið staðið að ólöglegum veiðum. Ekki kemur fram hvernig forsetahjónin komust aftur heim. Kannski eru þau þarna ennþá? Árið 1965 sagði Vísir af norrænu þingi húsmæðrakennara og birti mynd af þungbúnum en ákaflega vel til höfðum eldri konum í fundarsal í Hagaskóla og árið 1975 var gestagangur á Íslandi, 100 þýskir áhugaljósmyndarar heimsóttu landið og einnig breska stuðhljómsveitin The River Band. Að auki kom enginn annar en Long John Baldry til landsins og söng með Hafróti á Röðli en einhvern veginn grunar mann að Jakob Frímann Magnússon hafi staðið að baki þeirri heimsókn enda tróðu Stuðmenn upp í Selfossbíói
Tímaflakk með Bergsson og Blöndal er alla sunnudaga kl. 15.02 á Rás 2
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Tímaflakk með Bergsson og BlöndalBy RÚV