Heil og sæl öll - þá höldum við flakkinu áfram og eins og venjulega verður haldið til fortíðar. Við höldum til áranna sem enda á sex, 56, 66, 76 og 86 og skoðum fyrstu daga júnímánaðar. Við fögnum sjómannadeginum, fussum yfir innfluttum vatnsmiklum írskum kartöflum og svo leggjum við tarotspil eftir kúnstarinnar reglum. Eins og venjulega byrjum á elsta ártalinu, 1956. Þar kennir ýmissa grasa þegar kemur að fréttaefni og í byrjun júní mátti t.d. sjá frétt í Morgunblaðinu þar sem sagði frá því að afmælis Bretadrottingar Elísabetar II hafi verið minnst á heimili breska sendiherrans Hendersons og konu hans að Laufásvegi 33. Var margt gesta við síðdegisdrykkju, segir í blaðinu og bað Mr. Henderson sendiherra gesti sína að drekka minni drottningar, sem þeir gerðu.
Já það er næg innstæða í minningabanka Bergsson og Blöndal sem fara á tímaflakka á hverjum sunnudegi kl. 15.02 á Rás 2