Hlaðvarp Heimildarinnar

Tæknivarpið - Sýndarveruleiki með Hilmari Gunnarssyni frá Arkio

11.11.2022 - By HeimildinPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Þessi þáttur á sér varla stoð í raunveruleikanum og við ferðumst um sýndarheima með Hilmari Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Arkio. Arkio vakti athygli á heimsvísu á kynningu Meta um daginn, þar sem var farið yfir framtíðarsýn Metu í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio er sköpunartól fyrir arkitekta og getur hannað alls konar rými og landslag. Arkio virkar bæði í sýndarveruleika og gagnbættum veruleika. Arkio og Meta eru í þróunarsamstarfi og sýndi Hilmar okkur nýja Quest Pro höfuðtólið. Hilmar er líka fyrsti maðurinn sem við höfum hitt sem fallbeygir Meta.

Stjórnendur eru Atli Stefán, Gunnlaugur Reynir og Vöggur Guðmundsson.

More episodes from Hlaðvarp Heimildarinnar