Enn einn föstudagurinn genginn í garð og loksins komið sumar. Þremenningarnir eru í sumarfýling, Steinar tekur óðs manns æði og setur fyrstu plötu Madness undir nálina. Greiningardeildin fer yfir enskunotkun Nexuskúnna. Aðdáendur keppast við að hringja inn í þáttinn og staður og stund er tekin á næsta stig. Já það er gaman að vera til.