Víðsjá

Vaðlaheiðagöng, berskjöldun og Dúnstúlkan í þokunni

01.30.2024 - By RÚVPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Einkenni kulnunar og einnig hin súrrealíska veröld belgíska listmálarans Magritte voru mikill innblástur við gerð leikverksins Vaðlaheiðagöng sem frumsýnt verður á næstunni í Borgarleikhúsinu. Leikhópurinn Verkfræðingarnir standa að uppfærslunni. Við ræðum við tvo meðlimi hópsins þau Karl Ágúst Þorbergsson og Júlíönnu Láru Steingrímsdóttur í þætti dagsins. Við hugum einnig að berskjöldun og náum tali af Nönnu Hlín Halldórsdóttur, heimspekingi, um grein sem hún skrifaði um hugtakið og birti í tímaritinu Hug nú á dögunum og svo fáum við að heyra hvað Soffíu Auði Birgisdóttur fannst um bókina Dúnstúlkan í Þokunni eftir Bjarna Bjarnasson.

Umsjón: Tómas Ævar Ólafsson og Halla Harðardóttir

More episodes from Víðsjá