Menntavarp – Ingvi Hrannar

Varúlfaspilið – Gjöf til kennara og nemenda

02.25.2019 - By Ingvi Hrannar ÓmarssonPlay

Download our free app to listen on your phone

Download on the App StoreGet it on Google Play

Í um 10 ár hef ég átt og spilað Varúlfaspilið reglulega. Varúlfaspilið er ætlað 8-18 leikmönnum, á aldrinum 10-99 ára og tekur einn leikur vanalega um 20-30 mínútur (fer eftir fjölda og hve góðir/æfðir leikmenn eru í að skiptast á skoðunum og standa fyrir máli sínu… en það er einmitt tilgangur leiksins).

Í hvert sinn sem ég spila, hvort sem það er með vinum, fjölskyldu eða nemendum, þá læri ég eitthvað nýtt, sé nýja hlið á fólki og skemmti mér alltaf vel.

Eftir námskeið hjá mér um daginn, þar sem þátttakendur spiluðu Varúlf saman, datt mér í hug að hanna spjöld sem hægt væri að nota fyrir skóla, kennara eða nemendur að prenta út sjálf á þykkan pappír (báðum megin, í lit). Á hverju spjaldi setti ég leiðbeiningar fyrir hverja persónu, en ekki er skylda að nota allar persónur í hverju spili. Gott er að byrja rólega og hafa aðeins 1 Varúlf og svo hinir eru bæjarbúar og kynna svo hægt og rólega aðrar persónur þegar spilið hefur verið spilað nokkrum sinnum.

Gjöf til kennara, nemenda og skóla

Þar sem ég vil að þetta nái til sem flestra ákvað ég að gefa þetta og getur þú sótt .PDF af þessu hér og prentað út, báum megin, á 6 x A4 blöð af þykkum pappír. Verði ykkur að góðu.

Varúlfaspil_6xA4_Prentun_IngviHrannar

Önnur hugmynd var að búa til spjöld sem eru ‘Þitt eigið Varúlfaspil’. Það eru í raun tóm spil þar sem kennarinn og nemendur geta ákveðið hver er í hvaða hlutverki…. t.d. persónur í seinni heimsstyrjöldinni, persónur í bók eða einhverjir sem verið er að læra um. Hér getur þú sótt það:

Þitt_Eigið_Varúlfaspil_6xA4_Prentun_IngviHrannar

Hvernig á að gera ‘Þitt eigið varúlfaspil?

1. Prenta spjöldin á þykkan pappír.

2. Skera / klippa niður í jafn stór spjöld.

3. Ákveða hver á að vera varúlfur, besti vinur, læknir, veiðimaður, sjáandi, litla barnið og svo bæjarbúar.

4. Náðu þér í penna og tússliti.

5. Merktu hvert spjald með réttri persónu. Kannski eru þetta persónur úr fjölskyldunni þinni, vinir eða persónur úr bók.

6. Teikna mynd af hverri persónu á spjaldið þeirra.

7. Finna a.m.k. 7 manns sem eru til í að spila með þér og einn sem kann leikinn og getur verið stjórnandi / sögumaður.

8. Finnið ykkur a.m.k. 20-30 mín. og skemmtið ykkur vel

More episodes from Menntavarp – Ingvi Hrannar