Fréttir dagsins

01.01.2026 - Fréttir dagsins


Listen Later

Í fréttum er þetta helst
Þriðjungslækkun á eldsneytisverði á höfuðborgarsvæðinu
Hvatti landsmenn til að hafna svartagallsrausi í áramótaávarpi
Þrír handteknir eftir að hnífi var beitt í alvarlegri líkamsárás
Rafmagn er aftur komið á í Tálknafirði sem hafði verið án þess síðan klukkan tvö í nótt þegar spennir í tengivirkinu á Kaldeyri fór. Búið er að tengja varaspenni sem fyrir var í tengivirkinu og var rafmagni hleypt aftur á á fjórða tímanum.
Lögreglumaðurinn Guðmundur Fylkisson sem hefur um árabil einbeitt sér að því að finna týnd börn og koma þeim í skjól var í dag útnefndur maður ársins hjá fréttastofu Sýnar. Við það tilefni fékk Guðmundur að beina spurningu að öllum formönnum flokkanna og sneri hún eðlilega að sérsviði hans.
Árið 2025 var metár í haldlagningu fíkniefna samkvæmt bráðabirgðatölfræði lögreglu. Lögregla og tollgæsla lögðu hald á samtals 468 kíló af marijúana, 106 kíló af kókaíni og 66 kíló af hassi.
Gróðureldur kviknaði í Húsavíkurfjalli á sjötta tímanum á gamlárskvöld. Allt tiltækt slökkvilið í Norðurþingi og nágrannasveitarfélaginu Þingeyjarsveit hafa barist við eldinn í kvöld í þurrum gróðrinum.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Fréttir dagsinsBy Fréttir dagsins