Highway To Hell er fagurt og hátt fjall til að klífa en á sama tíma er erfitt að kveðja Bon Scott. Þátturinn ber því dám af þessu, enda mikið af tilfinningum í spilinu.
Verkefnið er ærið og ánægjulegt og í takt við það fá Smári Tarfur og Birkir Fjalar þrjá mæta gesti sér til fulltingis.
Þátturinn er studdur af Luxor: Ljós // Hljóð // Mynd // Svið.
Alltaf sama platan rekur rætur sínar í hreiður Snæfugls.