MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR:
Alltaf sama platan #13 - Stiff Upper Lip
AC/DC drengirnir knáu fara inn í hljóðver síðla árs 1999. Stiff Upper Lip kemur út seint í febrúar 2000. Fjórtánda hljóðversplatan, í fullri lengd, er staðreynd. Tólf lög og tæpar 47 mínútur af rokki. Það eru fimm ár liðin síðan vel heppnuð Ballbreaker kom út. Hvað eru okkar menn búnir að kokka upp?? Þessi tími milli plattna er óvenju langur fyrir AC/DC sem alltaf vilja vinna.
Þeir segja okkar að á Stiff Upper Lip hafi þeir leitað í ræturnar og þá sérstaklega sótt í blúsinn og einfaldleika hans. Gengur þessi nálgun upp? Kveður hér við nýjan tón? Er Stiff yfirleitt vel heppnuð plata og vanmetin? Köfum ofan í þetta dæmi. Köfum djúpt!
Sérstakir gestir þáttarins eru Erla Stefánsdóttir, alt muligt tónlistar- og söngkona og söngkennari (Grúska Babúska, Dali, Vague Mother o.fl.) ásamt Hauki Viðari Alfreðssyni , hlaðvarpsmeistara (Besta Platan, Dómsdagur o.fl.) og tónlistarmanni (Morðingjarnir, Vígspá, Helvar o.s.frv). Erla og Haukur eru gamlir vinir Smára og Birkis og þetta er í fyrsta skipti í ábyggilega meira en tuttugu ár þar sem þau fjögur eru í sama herberginu á sama tíma. Því er um að ræða mikinn fagnaðarfund. Haukur greinir og garfar, Erla lætur mannskapinn heyra það.
Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47, Hafnarfirði og Básvegi 10, Keflavík. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim.
Birkir og Smári drekka glaðir te og seið frá Urta Islandica (https://webshop.urta.is/)
Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/
Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu. Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.