Fréttir dagsins

05.01.2026 - Fréttir dagsins


Listen Later

Í fréttum er þetta helst
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tjáði sig um málefni Grænlands á samfélagsmiðlum í kvöld. „Grænland er hluti af danska konungsríkinu,“ skrifaði Kristrún og lét fylgja með enska þýðingu. „Ekkert um Grænland án Grænlands. Ísland stendur þétt með vinum sínum.“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að boðað hafi verið til fundar í utanríkismálanefnd Alþingis í fyrramálið til þess að fara yfir stöðuna í Venesúela og meta hvort ástæða sé til að hvetja til umræðu á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um loftárásir Bandaríkjanna í fyrrinótt.
Listamaðurinn Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur, er látinn 70 ára að aldri. Goddur var líklega þekktasti listagagnrýnandi Íslands.
Forsvarsmenn áfengisverslunarinnar Smáríkisins íhuga að fara í mál við lögregluna þar sem hún hefur ítrekað lokað afhendingarstöðvum netverslunarinnar síðustu vikur. Forstjóri fyrirtækisins var í haust ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay.
Tveir ökumenn sem stöðvaðir voru við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu í dag eru grunaður um að dvelja ólöglega á landinu.
Það kom Eygló Fanndal Sturludóttur á óvart að hún skyldi vera valin sem íþróttamaður ársins 2025.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað til eftir að eldur kviknaði í einbýlishúsi við Brúnastekk í Breiðholti í nótt. Rauði krossinn sá íbúum fyrir skjóli þar sem húsið var óíbúðarhæft eftir brunann.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Fréttir dagsinsBy Fréttir dagsins