Fréttir dagsins

06.01.2026 - Fréttir dagsins


Listen Later

Í fréttum er þetta helst
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir gott að finna að það ríki algjör samstaða um það að gæta að varðstöðu um íslenska hagsmuni. Fundur utanríkismálanefndar í morgun hafi verið mikilvægur og upplýsandi. Það hafi verið gott að ræða við þingmenn þvert á flokka og heyra þeirra mat á stöðunni. „Bara þannig að ég tali alveg skýrt, því þú nefndir Grænland. Við myndum aldrei heimila einhverja aðgerð héðan frá Íslandi sem að myndi ógna Grænlandi. Bara svo það sé alveg skýrt,“ segir Þorgerður Katrín.
Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“.
Farið var að kólna í húsum og um tíma datt út fjarskiptasamband þegar rafmagnslaust var í þrettán tíma á Tálknafirði á gamlársdag. Íbúar eru langþreyttir á ótraustu rafmagni.
Þegar ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára óskar sjálft eftir innlögn í afeitrun vegna ópíóíðafíknar og fær þau svör að ekkert pláss sé tiltækt, myndast tómarúm sem kerfið kýs að líta fram hjá. Í því tómarúmi ríkir ekki aðgerðaleysi, heldur taka við óformlegar, hættulegar og ólöglegar lausnir.
Þýsk kona sem smyglaði 15 kílóum af ketamíni og fimm kílóum af MDMA-kristöllum til landsins í september, í leynilegum hólfum undir framsæti bíls, hefur verið ákærð fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.
Ekki hefur tekist að endurheimta lík íslensks karlmanns sem féll á vígvellinum í Úkraínu og óvíst er hvort hægt verði yfir höfuð að endurheimta jarðneskar leifar hans. Fjölskylda mannsins nýtur aðstoðar borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins vegna andláts mannsins sem hét Kjartan Sævar Óttarsson og var 51 árs.
Sérsveit Ríkislögreglstjóra aðstoðaði Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerð í Grafarvogi í kvöld. Aðgerðum á vettvangi er ekki lokið.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Fréttir dagsinsBy Fréttir dagsins