Í fréttum er þetta helst
Bandaríski herinn tók yfir stjórn rússnesks olíuflutningaskips í íslenskri efnahagslögsögu fyrr í dag eftir tveggja vikna eftirför og tóku rússneska áhafnarmeðlimi um borð fasta.
Samkvæmt nýrri skýrslu umboðsmanns Alþingis hafa sumir þeirra sem vistaðir eru á lögreglustöðinni á Hverfisgötu neyðst til að gera þarfir sínar í klefum sínum. Klefarnir eru ekki endilega þrifnir strax í kjölfarið.
Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar.
Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram.
Beinn kostnaður sem lendir á Bílaleigu Akureyrar - Hölds vegna innleiðingar kílómetragjalds er talinn nema 174 milljónum króna í ár, að sögn Steingríms Birgissonar, forstjóra bílaleigunnar.
Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra Framsóknarflokksins, gefur kost á sér í oddvitasæti Viðreisnar í komandi borgarstjórnarkosningum.
Veðurstofan varar við norðaustan hríð á Suðurlandi og Suðausturlandi í kvöld og á morgun.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.