
Sign up to save your podcasts
Or


Gestur Sigurðar í þættinum er Haraldur Daði Ragnarsson, stofnandi og einn af eigendum markaðsstofunnar Manhattan Marketing og lektor við Háskólann á Bifröst, stjórnunarráðgjafi og einn fremsti sérfræðingur landsins í forystufræðum, stefnumótun, breytingastjórnun og í stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Í þættinum er sérstaklega rætt um og áhersla á faglega eða árangursríka forystu og hvers vegna fleiri stjórnendur og leiðtogar eru ekki að nýta sér hana. Það er komið inná ótal þætti sem tengjast þessu eins og forystu í teymum og hvað einkennir afburðagott forystufólk. Hann fjallar einnig um viðhorfið ,,ég á þetta… ég má þetta” sem hann telur alltof algengt, og einnig að stór hluti stjórnenda á Íslandi geti gert mun betur til að vera starfi sínu vaxnir og sýni í verki alvöru umhyggju fyrir auðlindinni sem starfsfólkið er. Einnig deilir Haraldur með okkur og segir frá nokkrum stjórnunarbókum sem hann mælir sérstaklega með.
Síðan var ekki annað hægt en að koma aðeins inná fortíð okkar í útvarpinu þ.s. við bræður vorum saman með morgunþátt, bæði á Bylgjunni og á FM957.
By Háskólinn á AkureyriGestur Sigurðar í þættinum er Haraldur Daði Ragnarsson, stofnandi og einn af eigendum markaðsstofunnar Manhattan Marketing og lektor við Háskólann á Bifröst, stjórnunarráðgjafi og einn fremsti sérfræðingur landsins í forystufræðum, stefnumótun, breytingastjórnun og í stjórnun viðskiptatengsla (CRM). Í þættinum er sérstaklega rætt um og áhersla á faglega eða árangursríka forystu og hvers vegna fleiri stjórnendur og leiðtogar eru ekki að nýta sér hana. Það er komið inná ótal þætti sem tengjast þessu eins og forystu í teymum og hvað einkennir afburðagott forystufólk. Hann fjallar einnig um viðhorfið ,,ég á þetta… ég má þetta” sem hann telur alltof algengt, og einnig að stór hluti stjórnenda á Íslandi geti gert mun betur til að vera starfi sínu vaxnir og sýni í verki alvöru umhyggju fyrir auðlindinni sem starfsfólkið er. Einnig deilir Haraldur með okkur og segir frá nokkrum stjórnunarbókum sem hann mælir sérstaklega með.
Síðan var ekki annað hægt en að koma aðeins inná fortíð okkar í útvarpinu þ.s. við bræður vorum saman með morgunþátt, bæði á Bylgjunni og á FM957.