
Sign up to save your podcasts
Or


Hver er ég ef ekki starfið mitt?
Sverrir fær til sín Vagn, heimspeking og Bolvíking, til að ræða hliðar gervigreindar sem sjaldnar er talað um: Þá mannlegu, sálfræðilegu og heimspekilegu.
Við ræðum „verufræðilegt áfall“ (e. ontological shock) og hvernig við bregðumst við þegar heimsmyndin okkar brotnar. Hvað stendur eftir þegar gervigreindin leysir verkefnin okkar af hólmi?
Í þættinum er farið yfir:
3 svefnlausar nætur: Ethan Mollick og áfallið sem fylgir því að átta sig raunverulega á stöðunni.
Hver er ég? Mörg okkar skilgreina tilgang sinn út frá vinnu. Hvað gerist þegar því er ógnað?
Kópíum og afneitun: Við ræðum frasann „Gervigreind tekur ekki starfið þitt, manneskja með gervigreind gerir það“ – er þetta bara leið til að halda okkur rólegum?
Góður smekkur vs. „Slop“: Þegar hver sem er getur búið til hvað sem er, verður góður smekkur þá verðmætasta auðlindin?
FOMO og kvíði: Hvernig stanslaus straumur frétta getur skapað óöryggi og hvernig við þurfum að velja og hafna.
Lausnin: Hvað getum við lært af Viktor Frankl og stóuspeki? Hvernig breytum við kvíða í spenning og náum stjórn á viðhorfi okkar?
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri og minnka bilið, kíktu þá á námskeiðin okkar: javelin.is/courses
Tæknimaður: Pétur Már Sigurðsson
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson
By Javelin AIHver er ég ef ekki starfið mitt?
Sverrir fær til sín Vagn, heimspeking og Bolvíking, til að ræða hliðar gervigreindar sem sjaldnar er talað um: Þá mannlegu, sálfræðilegu og heimspekilegu.
Við ræðum „verufræðilegt áfall“ (e. ontological shock) og hvernig við bregðumst við þegar heimsmyndin okkar brotnar. Hvað stendur eftir þegar gervigreindin leysir verkefnin okkar af hólmi?
Í þættinum er farið yfir:
3 svefnlausar nætur: Ethan Mollick og áfallið sem fylgir því að átta sig raunverulega á stöðunni.
Hver er ég? Mörg okkar skilgreina tilgang sinn út frá vinnu. Hvað gerist þegar því er ógnað?
Kópíum og afneitun: Við ræðum frasann „Gervigreind tekur ekki starfið þitt, manneskja með gervigreind gerir það“ – er þetta bara leið til að halda okkur rólegum?
Góður smekkur vs. „Slop“: Þegar hver sem er getur búið til hvað sem er, verður góður smekkur þá verðmætasta auðlindin?
FOMO og kvíði: Hvernig stanslaus straumur frétta getur skapað óöryggi og hvernig við þurfum að velja og hafna.
Lausnin: Hvað getum við lært af Viktor Frankl og stóuspeki? Hvernig breytum við kvíða í spenning og náum stjórn á viðhorfi okkar?
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri og minnka bilið, kíktu þá á námskeiðin okkar: javelin.is/courses
Tæknimaður: Pétur Már Sigurðsson
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson