2025 var stærsta ár í gervigreind til þessa
Við förum yfir það besta, versta og það sem kom mest á óvart
Í þættinum er farið yfir:
• Flopp ársins: Hver átti versta árið? Pétur tilnefnir Microsoft og Copilot fyrir að lofa öllu en standa ekki undir væntingum, á meðan Sverrir ræðir „gervigreind“ sem reyndist vera mannauður í dulargervi.
• GPT-5 og væntingarnar: Var þetta árið sem OpenAI hætti að heilla okkur? Rætt um nýju módelin (o1 og GPT-5) og hvort þau hafi staðið undir „hype-inu“.
• Satya grípur í taumana: Þegar forstjóri Microsoft lýsir yfir vonbrigðum með sína eigin vöru og tekur málin í sínar hendur.
• Nýtt „Meta“ í glærugerð: Nano Banana og Notebook LM
• Árið 2025 í hnotskurn: Erum við orðin samdauna hraðanum? Hvernig hlutir sem þóttu „sci-fi“ fyrir ári síðan eru orðnir hversdagslegir í dag.
Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.
Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri og minnka bilið, kíktu þá á námskeiðin okkar: javelin.is/courses
Tæknimaður: Vagn Margeir Smelt
Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson