Gervigreind

#8 - Gervigreind sem boðar heimsendi eða útópíu


Listen Later

Er gervigreind að fara að taka yfir heiminn?

Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í stærstu spurninguna af öllum: Hvert er gervigreindin að stefna? Erum við á leiðinni í útópíu eða dystópíu – eða verður þetta kannski bara „fínt“?

Við ræðum muninn á AGI (Artificial General Intelligence) og ASI (Artificial Super Intelligence) og skoðum þrjár ólíkar sviðsmyndir sem sérfræðingar heimsins eru ósammála um. Allt frá útópískri framtíð þar sem öll vandamál eru leyst, yfir í dökkar spár um endalok mannkyns.

Í þættinum er farið yfir:

  • AGI og ASI: Hvenær verður tölvan klárari en manneskjan og hvenær verður hún klárari en allt mannkynið til samans?
  • Bjartsýnisspáin: Getur gervigreind læknað alla sjúkdóma, leyst loftslagsvandann og skapað allsnægtir?
  • „Doomer“ sviðsmyndin: Hvað gerist ef við missum stjórn eða ef tæknin lendir í röngum höndum?
  • Eru störfin okkar örugg? Við ræðum hugtakið „copium“ og hvort við séum að blekkja okkur sjálf með því að halda að gervigreindin taki ekki vinnuna okkar.
  • Kapphlaupið: Af hverju tæknirisarnir keppast við að vera fyrstir og pæla ekkert í kostnaðinum.

Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.

Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:

👉 javelin.is/courses

Tæknimaður: Vagn Margeir Smelt

Klipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

GervigreindBy Javelin AI