Gervigreind

#9 - Gagnaver í geimnum


Listen Later

Er „skýið“ að fara út í geim?

Í þessum þætti kafa Sverrir Heiðar Davíðsson og Pétur Már Sigurðsson ofan í eina villtustu hugmynd tæknigeirans í dag: Að flytja gagnaverin út fyrir gufuhvolfið.

Við ræðum verkefni á borð við Project Suncatcher og Project Natick og veltum fyrir okkur hvort þetta sé raunhæft eða bara sci-fi draumar ríkustu manna heims.

Í þættinum er farið yfir:

  • Gagnaver í geimnum: Hvers vegna vilja Google og fleiri senda tölvur út í geim? Við skoðum kosti sólarorku á sporbaug og lækkandi kostnað við geimskot þökk sé SpaceX.

  • Hvernig kælir maður tölvu í lofttæmi? Það hljómar eins og geimurinn sé kaldur, en það er flókið að losna við hita þar. Við ræðum geislun, vatnskælingu og risastórar snúrur.

  • Geimsópar og árekstrar: Hvað gerist ef gagnaverið klessir á gervihnött? Við útskýrum Kessler syndrome og hættuna á keðjuverkun árekstra í geimnum.

  • Project Natick: Þegar Microsoft sökkti gagnaveri ofan í sjó. Hverjir voru kostirnir við að geyma gögnin á sjávarbotni og er ekkert ryk í sjónum?

  • Ísland og orkumálin: Gætum við nýtt varmann frá gagnaverum betur, t.d. í hitaveituna, eða erum við að verða uppiskroppa með rafmagn?

Að venju gefum við efnið út ókeypis og án auglýsinga. Ef þú ert að fá virði úr þættinum, sendu hann áfram á einhvern sem myndi líka hafa gaman af. Það hjálpar okkur gríðarlega.

Ef þig langar að læra að nota þessi verkfæri, kíktu þá á námskeiðin okkar:👉 ⁠javelin.is/courses⁠

Tæknimaður: Vagn Margeir SmeltKlipping og eftirvinnsla: Sindri Þór Grétarsson

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

GervigreindBy Javelin AI