Fréttir dagsins

14.01.2026 - Fréttir dagsins


Listen Later

Í fréttum er þetta helst
Skemman sem brann í Gufunesi í gær taldist ekki hæf til afnota í úttekt slökkviliðsins árið 2024.
Í lok nóvember birtist tilkynning á vef félags-og húsnæðismálaráðuneytisins þar sem greint var frá því að Inga Sæland, þáverandi ráðherra, hefði veitt fjórum verkefnum styrk uppá samtals 60 milljónir.
Á morgun munu Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands hitta J.D. Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna í Hvíta húsinu.
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi íslenska ríkið brotlegt gegn konu sem höfðaði mál á grundvelli óréttlátrar málsmeðferðar á kynferðisbrotamáli.
Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir mál fyrirtækisins Vélfag gegn íslenska ríkinu. Málið mun því ekki fara fyrir Landsrétt en íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok nóvember.
Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, boðar takmarkanir á aðgengi barna og ungmenna að samfélagsmiðlum. Hún segir fyrirhugaðar takmarkanir enn vera á teikniborðinu en að til standi að miða þær við 15 ára aldur.
Sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar er í uppnámi að mati forseta á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Ekki sé hægt að standa við áform um fjölgun nema í heilbrigðisgreinum vegna niðurskurðar stjórnvalda.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Fréttir dagsinsBy Fréttir dagsins