Einn vinsælasti Twitter-notandi landsins, Jón Bjarni Snorrason hefur ekki farið framhjá neinum og lét hátt í sér heyra í nýjustu Metoo-bylgjunni. Jón Bjarni er aðeins 17 ára gamall en er engu að síður óhræddur við að segja það sem honum finnst og er heldur betur flott fyrirmynd fyrir unga stráka.