Fréttir dagsins

18.01.2026 - Fréttir dagsins


Listen Later

Í fréttum er þetta helst
Donald Trump hyggst leggja tíu prósenta toll á allar vörur frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Bretlandi, Hollandi og Finnlandi frá og 1. febrúar vegna þess að fyrrnefnd lönd styðja ekki innlimun Bandaríkjanna á Grænlandi.
Verslunarsamningur Bandaríkjanna og Evrópusambandsins frá því í fyrra er í uppnámi þar sem meirihluti á Evrópuþingi vill ekki lengur staðfesta samkomulagið í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði átta Evrópulöndum með tollum í tengslum við Grænland.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland.
Verðbólga gæti sprengt kjarasamninga í haust, að mati formanns VR sem biður ríki og sveitarfélög um að halda aftur af sér í gjaldahækkunum.
Álagning olíufélaganna hefur aldrei verið hærri en núna. Eldsneytisverð lækkaði um tæplega 97 krónur við ármótin þegar kílómetragjaldið tók gildi sem er í samræmi við væntingar Alþýðusambandsins.
Geðheilbrigðisþjónusta við fanga verður stórbætt með tilfærslu hennar til Landspítala.
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu í handbolta þurftu að sætta sig við svekkjandi tap gegn Serbum á EM í handbolta í kvöld. Á ögurstundu gerði Alfreð mistök sem reyndust Þjóðverjum dýrkeypt.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Fréttir dagsinsBy Fréttir dagsins