Í fréttum er þetta helst
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins hefur ákveðið að kalla saman ráðið vegna hótana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta er varða innlimun Grænlands. Trump boðaði í gær tolla á átta NATO-ríki sem höfðu sent hermenn til landsins.
Átta löndin sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað nýjum tollum sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu fyrr í dag. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hafa báðar tekið undir yfirlýsinguna.
Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, segir það ekki sinn skilning að sameiginlegt framboð VG í Reykjavík og Vors til vinstri hafi verið samþykkt á félagsfundi. Sanna treystir því að hægt verði að leysa úr málinu.
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn.
Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent.
Að minnsta kosti 21 er látinn og tugir slasaðir eftir árekstur á milli tveggja lesta í suðurhluta Spánar á sunnudagskvöld. Lestarslysið varð nærri bænum Adamuz þegar háhraðalest á leið frá Malaga til Madrídar fór út af sporinu og inn á aðra lestarteina. Önnur lest sem var á leiðinni í hina áttina, frá Madríd til Huelva, fór einnig út af sporinu.
Alls fylgdi lögreglan 115 einstaklingum úr landi vegna ólögmætrar dvalar árið 2025. Þetta er 37% fjölgun frá því árið á undan þegar 84 var vísað úr landi.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.