Í fréttum er þetta helst
Framgöngu Trumps gagnvart Grænlandi verður að linna
„Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“
Fimmta hver koma á bráðamóttöku tengd áfengi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að Vegagerðin ráðist í viðeigandi úrbætur til að bæta umferðaröryggi á hringveginum við Steinafjall undir Eyjafjöllum. Vegarkaflinn er þekktur grjóthrunsstaður og varð hrun úr fjallinu konu að bana í mars.
Loðnuvertíðin er hafin en fyrsta loðnan veiddist í dag út af Austfjörðum og er stefnt að því að henni verði landað á Norðfirði á morgun. Þá héldu fimm skip á miðin í dag til loðnumælinga á vegum Hafrannsóknastofnunar en niðurstöðurnar ráða miklu um það hversu stór loðnukvótinn verður.
Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn.
Sex voru handteknir og hald lagt á umtalsvert magn af fíkniefnum, vopnum og fjármunum í lögregluaðgerðum á Akureyri um helgina. Ráðist var í aðgerðirnar í leit að vopni sem grunur er um að notað hafi verið til að beita hótunum, en ráðist var í húsleit og handtökur á fjórum stöðum og eru tveir enn í varðhaldi. Rannsókn málsins beinist þó einkum að fjórum einstaklingum, þar af tveir undir átján ára aldri, eru til rannsóknar. Þá voru fjórir handteknir í sama lögregluumdæmi í tengslum við innbrot og þjófnað.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.