Síðasti gestur ársins er einn af bestu körfuboltamönnum landsins. Hann er alinn upp í Hafnarfirði. Afi hans er Faðir körfuboltans í Hafnarfirði, pabbi hans og föðurbróðir goðsagnir í Haukunum og Kári er þekktur fyrir að geta skorað hvaðan sem er af vellinum, hvenær sem er, hvar sem er!
Við fórum yfir víðan völl og enduðum á því að ræða það sem skiptir máli - að vinna!
Við Turnarnir þökkum Nettó, Hafinu Fiskverslun, Visitir, Netgíró, Lengjunni, Fitnessport og Budvar fyrir samstarfið á árinu og ykkur fyrir hlustunina. Við ætlum að bæta frekar í þegar á árinu. Ykkur er að sjálfsögðu boðið með.
Góða skemmtun og njótið áramótanna.