Fréttir dagsins

29.12.2025 - Fréttir dagsins


Listen Later

Í fréttum er þetta helst
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í sjúkraflutninga á sjötta tímanum í dag vegna alvarlegs umferðarslyss á Fagurhólsmýri í Öræfunum.
„Ég held að við séum að færast talsvert nær, við erum jafnvel komin ansi nálægt,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans og Vólódímírs Selenskíjs Úkraínuforseta á heimili þess síðarnefnda í Mar-a-Lago í Flórída.
„Ég hef svosum oft rætt þetta og þetta hefur verið lenska hjá stjórnvöldum í gegnum tíðina að ef persónuafsláttur og skattþrep eru ekki að hækka eins launaþróun í landinu er, þá er það ekkert annað en dulin skattahækkun,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins.
Átta milljón króna fólksbíll sem gengur fyrir bensíni gæti kostað um 9,6 milljónir á næsta ári. Breytingar á vörugjaldi bíla taka gildi þann 1. janúar og gert er ráð fyrir um 20% hækkun á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.
Flugeldasala Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hófst í dag víðs vegar um land og eru útsölustaðir um 100 talsins.
Franska kvikmyndagoðsögnin Brigitte Bardot er látin. Hún var 91 árs. Brigitte Bardot-sjóðurinn tilkynnti um andlát hennar í morgun.
Íbúar Úkraínu glíma við nær daglegt rafmagnsleysi og svefnfriður er jafnan lítill þegar hvað mest lætur í árásum Rússa. Íslendingur í Kænugarði segir umfang loftárása Rússa hafa tífaldast frá því í fyrra með tilliti til fjölda vopna sem nýtt eru til árása á Úkraínu.
Takk fyrir í dag, sjáumst á morgun.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Fréttir dagsinsBy Fréttir dagsins