Næsti gestur er Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafi.
Hreiðar hjálpar íþróttamönnum og íþróttaliðum að styrkja andlega þáttinn til að bæta árangur með því að æfa og efla heilann, það merkilega líffæri.
Við ræddum marga lykilþætti í íþróttum, meðal annars sjálfstraust, markmiðasetningu, einbeitingu og mikilvægi þess að vera sinn besti vinur.
Samvinna foreldra og þjálfara á líf íþróttamannsins var til umræðu og hvers vegna það virðist ekki algengt að íþróttafélög nýti sér sérfræðiþjónustu þegar kemur að andlegum undirbúningi og hugarþjálfun.
Við Turrnarnir þökkum Visitor ferðaskrifstofu, Eyjó í Hafinu fiskverslun, Lengjunni, World Class og að sjálfsögðu Tékkanum Budvar fyrir samstarfið og vonum að þú njótir hlustunarinnar!