Lífskastið - Ayurveda á kvennamáli

4. Lífskastið - Tími sólarhringsins, árstíðirnar og æviskeiðin þrjú.


Listen Later

Í þessum þætti fjöllum við um það hvernig dósjurnar þrjár - vata, pitta og kapha - ríkja á mismunandi tímum sólarhringsins. Hvernig þær eru ríkjandi á mismunandi árstíðum og hvernig æviskeiðin okkar þrjú skiptast í vata, pitta og kapha æviskeið.

Við endurspeglum umhverfið. Við erum microkosmos af macrokosmos. Það sem gerist hið ytra hefur áhrif á starfsemi líkama okkar og huga. Við þurfum því að taka tillit til hrynjandi náttúrunnar. Vera í flæðinu og fylgja með taktinum. Ef við erum upp á skjön við taktinn í náttúrunni sóum við dýrmætri orku og veiklum líkamann og hugann.

Fyrir þau sem vilja vita meira um ayurveda er hægt að finna ýmsar greinar um ayurveda á vef Ástar og Friðar undir FRÆÐSLA. Eins og þessa grein hérna: ,,Hvað er ayurveda,"

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Lífskastið - Ayurveda á kvennamáliBy Heiða Björk Sturludóttir og Guðrún Kristjánsdóttir