Í þessum þætti er fjallað um það hvernig líkaminn lætur okkur vita þegar eitthvað er að í starfseminni og að við þurfum að bregðast við. Þegar einhver af dósjunum þremur eykst úr hófi fram (Vata, Pitta eða Kapha) veldur það vandræðum í líkama og huga og við finnum fyrir einkennum. Með því að þekkja tungumál líkamans getum við brugðist við áður en einkennin þróast yfir í slæm veikindi sem erfitt er að vinda ofan af.
Sem dæmi, þá veldur aukning á vata lífskraftinum loftgangi, hægðatregðu, þurrki í húð, augum, munni, hári o.s.frv. og fólk getur byrjað að þjást af svefnleysi eða grunnum svefni. Einkennin geta líka birst í huganum, t.d. sem óöryggi og kvíði.
Þegar lífskrafturinn Pitta eykst mikið getur fólk byrjað finna fyrir hitavellu eða auknum svita, þorsta, sterkri líkamslykt og linum hægðum eða niðurgangi svo eitthvað sé nefnt. Einnig getur fólk fundið fyrir auknum pirring og reiði eða stjórnsemi því aukning á einhverri af þessum. þremur dósjum hefur ekki eingöngu áhrif á líkamnn heldur líka á hugann og hvernig okkur líður tilfinningalega.
Þegar kapha lífsorkan eykst úr hófi fram finnum við fyrir því með hægari efnaskiptum og við getum farið að þyngjast og fengið bjúg og aukna slímmyndun. Einnig getum við fundið fyrir auknum andlegum þyngslum og sleni.
Þróunin á sér stað í 6 þrepum. Á fyrstu þremur þrepum sjúkdómsþróunar nægir að við breytum til í lífsstíl og mataræði. Eftir það verður það flóknara og getur krafist inngrips ayurveda sérfræðings eða með því að fara í panchakarma meðferð sem er sértæk lækningarmeðferð innan ayurveda. lífsvísindanna.
Sjúkdómar og raskanir eru í grunninn vata, pitta eða kapha. Þannig eru taugaraskanir eins og tourettes og parkinson kallaðar vata vandamál og minnissjúkdómurinn alzheimer líka. Sjúkdómarnir rósaroði og lifrarsjúkdómurinn gula, gallblöðrusýking og magasár eru pittavandamál í grunninn. Efnaskiptasjúkdómar eins og sykursýki, hátt kólesteról og offita eru kapha veikindi í grunninn.
Í bókinni Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld sem kom út 2023, er fjallað um tungumál líkamans. Hvaða einkenni tilheyra hverri dósju eða lífsorku og hvernig hægt er að vinda ofan af einkennunum með því að róa þá dósju sem komin er í ójafnvægi (dósjuna/lífskraftinn sem hefur aukist úr hófi fram)