Guðjón Örn Ingólfsson hefur á síðustu tíu árum verið fitness- og styrktarþjálfari hjá FH, Víkingi og nú KR.
Hann hóf ferilinn hjá FH undir stjórn Heimis Guðjónssonar og vann þar einnig með Ólafi Helga Kristjánssyni.
Arnar Gunnlaugsson fékk hann svo í Víking, þar sem hann varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum og bikarmeistari fjórum sinnum áður en hann hélt heim í uppeldisfélagið sitt, KR, þar sem hann starfar í dag með Óskari Hrafni Þorvaldssyni.
Þessu er að sjálfsögðu hægt að kenna Blaz Roca um af öllum mönnum!
Auk þess að vera fær þjálfari er Gauji líka hlaðvarpsstjarna, rappari, faðir – og ábyggilega margt fleira sem við fáum að heyra betur um í þættinum.
Góða skemmtun