
Sign up to save your podcasts
Or


#508 Gervigreind á fjármálamarkaði
Gervigreindin vanmetur verðmæti Alphabet. Það er álit Arnbjarnar Ingimundarsonar, framkvæmdastjóra Gnitaness fjárfestinga, sem ákvað að prófa sig áfram með að láta Gemini og Grok framkvæma verðmat á bandaríska tæknifyrirtækinu fyrir sig.
Niðurstaðan var að bæði mállíkönin álitu rétt verð hlutabréf fyrirtækisins vera nokkuð langt fyrir neðan núverandi verð (sem hefur reyndar hækkað um rúm 65% á árinu). Tilgangur Arnbjarnar var að fá annað sjónarhorn á það hvort Gnitaness ætti að selja bréf og innleysa hagnað af fjárfestingu sinni í Alphabet eða ekki. Hann telur að gervigreindin vanmeti líklega mögulegar framtíðartekjur fyrirtækisins en það sé hins vegar, líkt og önnur fyrirtæki í S&P500 vísitölunni, orðið ansi hátt verðlagt.
Arnbjörn birti helstu niðurstöður verðmats gervigreindarinnar á Linkedin síðu sinni og við fengum hann í Ræðum það… til að ræða aðeins um áhrif gervigreindar á fjármálamarkaði við Iðunni Hafsteinsdóttur sérfræðing hjá Stefni og Alexander Hjálmarsson hjá Akk greiningu.
Rætt var um hvernig gervigreindin nýtist í störfum á fjármálamarkaði og Iðunn minnti á að fyrstu viðbrögð stærstu banka heims við því þegar gervigreindarlíkönin komu fram árið 2023 var að banna notkun þeirra í rekstrinum (m.a. af ótta við leka á upplýsingum). Enginn í viðmælendahópnum taldi hægt að treysta gervigreindinni fyrir fjárfestingarákvörðunum en að hægt sé að spara sér mikla handavinnu, ekki síst við að sía út fjárfestingarkosti. Arnbjörn sagðist ekki vinna minna vegna gervigreindarinnar heldur frekar meira því hann sé svo spenntur yfir öllum möguleikunum sem hún opni. Sérstaklega sé Gemini 3 líkanið frá Google gott tól að hans mati. Þá er Open AI afar óþjált nafn að mati Arnbjarnar sem telur að samkeppnisaðilar fyrirtækisins muni njóta þess að geta nýtt aðrar lausnir til að ná fólki í að nota þeirra gervigreind. Nokkuð sem Open AI hafi ekki þó að fyrirtækið sé stærsta brandið á meðal almennings sem stendur.
Rætt var í þættinum um líklega kólnun á fasteignamarkaði og hvort heimilin yrðu fyrir skakkaföllum eða eingöngu verktakar og fjármögnunaraðilar. Alexander taldi að vaxtalækkun kæmi þar á móti ef svo færi að staðan yrði mjög svört.
Fjallað var um mögulegar skráningar í Kauphöll á næstunni og efnahagsútlitið almennt. Arnbjörn hefur áhyggjur af fjölgun neikvæðra frétta af efnahagslífinu og aukningu atvinnuleysis.
Rætt var um andbyr gegn sjálfbærum fjárfestingum og ólíka nálgun evrópskra og bandarískra stofnanafjárfesta í þeim málum. Iðunn sagði frá því að næststærsti lífeyrissjóðurinn í Hollandi hafi verið að fara úr stýringu hjá Blackrock eftir áratuga samstarf á dögunum og þá vegna stefnubreytingar sjóðastýringarfyrirtækisins í sjálfbærnimálum.
Þá var rætt um fjárfestingar Íslendinga í landeldi og hvort þær væru mögulega offjárfesting, líkt og talað er um að eigi sér stað í gervigreindarfyrirtækjum. Alexander taldi svo ekki vera. Ljóst væri að auðvelt yrði að selja afurðir landeldisins en óvissan lægi í uppbyggingunni sjálfri og hvernig ræktunin muni ganga.
Tenglar á nokkra hluti sem minnst var á í þættinum
Viðtal CNBC við Marc Rowan, forstjóra Apollo um minni þörf á því að fyrirtæki séu skráð á markað: https://www.cnbc.com/video/2025/09/02/inside-alts-apollo-ceo-marc-rowan.html
Frétt um mögulega skráningu Space X á næsta ári: https://www.bloomberg.com/news/articles/2025-12-13/spacex-sets-insider-share-deal-at-about-800-billion-valuation?srnd=homepage-europe
Viðtal Alexanders við Heiðar Guðjónsson: https://open.spotify.com/episode/3TSRJxgmmb3aDniFEIMDDf?si=64b468b6ae21464d
————
Við erum líka á https://raedumthad.substack.com
Ræðum það… er spjallþáttur þar sem rætt er um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti.
Þátturinn er í boði Góðra samskipta* og hefur komið út reglulega frá árinu 2020. Stjórnandi er Andrés Jónsson
(*)Efnistök hlaðvarpsins eru óháð verkefnum Góðra samskipta á hverjum tíma. Við val á umræðuefnum og gestum þáttarins forðumst við alla hagsmunaárekstra.
By Andrés Jónsson#508 Gervigreind á fjármálamarkaði
Gervigreindin vanmetur verðmæti Alphabet. Það er álit Arnbjarnar Ingimundarsonar, framkvæmdastjóra Gnitaness fjárfestinga, sem ákvað að prófa sig áfram með að láta Gemini og Grok framkvæma verðmat á bandaríska tæknifyrirtækinu fyrir sig.
Niðurstaðan var að bæði mállíkönin álitu rétt verð hlutabréf fyrirtækisins vera nokkuð langt fyrir neðan núverandi verð (sem hefur reyndar hækkað um rúm 65% á árinu). Tilgangur Arnbjarnar var að fá annað sjónarhorn á það hvort Gnitaness ætti að selja bréf og innleysa hagnað af fjárfestingu sinni í Alphabet eða ekki. Hann telur að gervigreindin vanmeti líklega mögulegar framtíðartekjur fyrirtækisins en það sé hins vegar, líkt og önnur fyrirtæki í S&P500 vísitölunni, orðið ansi hátt verðlagt.
Arnbjörn birti helstu niðurstöður verðmats gervigreindarinnar á Linkedin síðu sinni og við fengum hann í Ræðum það… til að ræða aðeins um áhrif gervigreindar á fjármálamarkaði við Iðunni Hafsteinsdóttur sérfræðing hjá Stefni og Alexander Hjálmarsson hjá Akk greiningu.
Rætt var um hvernig gervigreindin nýtist í störfum á fjármálamarkaði og Iðunn minnti á að fyrstu viðbrögð stærstu banka heims við því þegar gervigreindarlíkönin komu fram árið 2023 var að banna notkun þeirra í rekstrinum (m.a. af ótta við leka á upplýsingum). Enginn í viðmælendahópnum taldi hægt að treysta gervigreindinni fyrir fjárfestingarákvörðunum en að hægt sé að spara sér mikla handavinnu, ekki síst við að sía út fjárfestingarkosti. Arnbjörn sagðist ekki vinna minna vegna gervigreindarinnar heldur frekar meira því hann sé svo spenntur yfir öllum möguleikunum sem hún opni. Sérstaklega sé Gemini 3 líkanið frá Google gott tól að hans mati. Þá er Open AI afar óþjált nafn að mati Arnbjarnar sem telur að samkeppnisaðilar fyrirtækisins muni njóta þess að geta nýtt aðrar lausnir til að ná fólki í að nota þeirra gervigreind. Nokkuð sem Open AI hafi ekki þó að fyrirtækið sé stærsta brandið á meðal almennings sem stendur.
Rætt var í þættinum um líklega kólnun á fasteignamarkaði og hvort heimilin yrðu fyrir skakkaföllum eða eingöngu verktakar og fjármögnunaraðilar. Alexander taldi að vaxtalækkun kæmi þar á móti ef svo færi að staðan yrði mjög svört.
Fjallað var um mögulegar skráningar í Kauphöll á næstunni og efnahagsútlitið almennt. Arnbjörn hefur áhyggjur af fjölgun neikvæðra frétta af efnahagslífinu og aukningu atvinnuleysis.
Rætt var um andbyr gegn sjálfbærum fjárfestingum og ólíka nálgun evrópskra og bandarískra stofnanafjárfesta í þeim málum. Iðunn sagði frá því að næststærsti lífeyrissjóðurinn í Hollandi hafi verið að fara úr stýringu hjá Blackrock eftir áratuga samstarf á dögunum og þá vegna stefnubreytingar sjóðastýringarfyrirtækisins í sjálfbærnimálum.
Þá var rætt um fjárfestingar Íslendinga í landeldi og hvort þær væru mögulega offjárfesting, líkt og talað er um að eigi sér stað í gervigreindarfyrirtækjum. Alexander taldi svo ekki vera. Ljóst væri að auðvelt yrði að selja afurðir landeldisins en óvissan lægi í uppbyggingunni sjálfri og hvernig ræktunin muni ganga.
Tenglar á nokkra hluti sem minnst var á í þættinum
Viðtal CNBC við Marc Rowan, forstjóra Apollo um minni þörf á því að fyrirtæki séu skráð á markað: https://www.cnbc.com/video/2025/09/02/inside-alts-apollo-ceo-marc-rowan.html
Frétt um mögulega skráningu Space X á næsta ári: https://www.bloomberg.com/news/articles/2025-12-13/spacex-sets-insider-share-deal-at-about-800-billion-valuation?srnd=homepage-europe
Viðtal Alexanders við Heiðar Guðjónsson: https://open.spotify.com/episode/3TSRJxgmmb3aDniFEIMDDf?si=64b468b6ae21464d
————
Við erum líka á https://raedumthad.substack.com
Ræðum það… er spjallþáttur þar sem rætt er um efnahagsmál, viðskipti, stjórnun og samskipti.
Þátturinn er í boði Góðra samskipta* og hefur komið út reglulega frá árinu 2020. Stjórnandi er Andrés Jónsson
(*)Efnistök hlaðvarpsins eru óháð verkefnum Góðra samskipta á hverjum tíma. Við val á umræðuefnum og gestum þáttarins forðumst við alla hagsmunaárekstra.