Seinni níu

#55 - Kristján Óli endaði fyrir aganefnd eftir deilur á golfvellinum


Listen Later

Við erum ansi léttir í Seinni níu eftir Masters mótið. Til okkar kemur sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson sem er kylfingur með golfdellu á verulega háu stigi. Hann var meðal þeirra sem mættu á golfvöllinn um helgina þegar golfvellir voru opnaðir.

Við kryfjum aðeins Masters mótið með Kristjáni sem fylgist vel með. Hann er með um 10 í forgjöf og ætlar sér að lækka niður í 7 í sumar. Hann er sterkastur í stutta spilinu og er þekktur fyrir sitt lága boltaflug.

Kristján hefur tvívegis farið holu í höggi og einnig afrekað að fá albatross. Hann segir okkur einnig frá hávaðarifrildi á golfvellinum þar sem Kristján endaði fyrir aganefnd GKG.

Frábær þáttur enda Kristján skemmtilegur kappi með eindæmum.

Seinni Níu er í boði:

✈️- PLAY

💊- Unbroken

👟- ECCO

🥻 - J. Lindeberg - ntc.is

⛳- Eagle Golfferðir

🚗- XPENG

🧼- Lindin bílaþvottastöð

🏚️ - Betri stofan fasteignasala

🏌️‍♀️- Golfsvítan

...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

Seinni níuBy Logi Bergmann og Jón Júlíus Karlsson